Rannsóknarstofa RM

Rannsóknarstofa mjólkuriðnaðarins (RM) er rekin af MS.

Það er stefna rannsóknarstofunnar að uppfylla væntingar viðskiptavina um gæði, vöru og þjónustu á hverjum tíma og mæta breyttum þörfum þeirra. Áhersla er lögð á að þjóna rannsóknarþörfum viðskiptavina hverju sinni og skila rannsóknarniðurstöðum fljótt og örugglega til réttra eigenda og þeirra, sem nýta niðurstöðurnar, svo og lögmætra eftirlitsaðila.

Rannsóknarstofan annast hvers konar mælingar, efnagreiningar, prófanir og rannsóknir á mjólkursýnum auk sýklaleitar og prófana á virkni fúkkalyfja.

Á stofunni eru rannsökuð tanksýni, kýrsýni, spenasýni og svokölluð B-sýni.

  • Tanksýni: Mjólkursýni tekin úr tanki hjá mjólkurframleiðanda. Niðurstöðurnar eru m.a. notaðar til gæðaflokkunar og greiðslu á mjólk frá mjólkurframleiðanda.
  • Kýrsýni: Mjólkursýni úr einstökum kúm til gæðaeftirlits og skýrsluhalds.
  • Spenasýni: Mjólkursýni úr einstökum spenum til ákvörðunar um júgurbólgu og lyfjanæmi.
  • B-sýni: Tanksýni sem fara til greiningar á smitandi júgurbólgugerlum, Streptococcus agalactiae.
Mælingastarfsemi/mælitæki

Á rannsóknarstofunni eru notaðar tvær tækjasamstæður, Bactoscan FC og Combifoss 6000, til mælinga á líftölu, frumutölu og efnainnihaldi í mjólkursýnum.

Bactoscan FC

Notað til mælinga á tanksýnum.

  • Mælir líftölu (bakteríuinnihald)
Combifoss 6000

Notað til mælinga bæði á tanksýnum og kýrsýnum.

Mælingaþættir:

  • Frumutala
  • Fita
  • Prótein
  • Mjólkursykur (Laktósa)
  • Úrefni (Urea)
  • Fríar fitusýrur
  • Frostpunktur
  • Kasein

Tekin eru tanksýni hjá mjólkurframleiðendum í hvert skipti sem mjólk er sótt. Einu sinni í viku eru þau send áfram til RM þar sem þau eru mæld í Bactoscan FC og Combifoss 6000. Það geta þó fallið úr alls fjórar vikur á ári þar sem miðað er við að 4 sýni frá hverjum mjólkurframleiðanda séu mæld í hverjum mánuði. Samkvæmt mjólkurreglugerð skal mæla tanksýni í hverri viku eða alls um 52 sinnum að jafnaði. Unnt er að óska eftir því að aukasýni sé sent til RM í þeim vikum sem reglubundin sýnataka er ekki. Það er gert með því að hafa samband við mjólkurstöð.

Allir mjólkurframleiðendur geta sent sýni úr hverri kú, svokölluð kýrsýni, einu sinni í hverjum mánuði, eða allt að 12 sinnum á ári, til mælinga á efnainnihaldi og frumutölu einstakra kúa. Þetta hefur hingað til aðallega verið nýtt af mjólkurframleiðendum innan skýrsluhaldsins. Kassar með sýnaglösum og leiðbeiningum um sýnatöku eru sendir út einu sinni í mánuði. Þeir, sem ekki eru innan skýrsluhaldsins en óska samt eftir að senda kýrsýni til mælinga hjá RSAM, geta haft samband í netfangið  rm@ms.is til að fá senda sýnakassa.

Gerlaræktun

Spenasýni og B-sýni eru tekin til gerlaræktunar.

Spenasýni. Rannsóknarstofan tekur á móti spenasýnum frá mjólkurframleiðendum. Hægt er að nálgast sýnaglös og leiðbeiningar um sýnatöku hjá mjólkurstöð. Spenasýni eru úr kúm með júgurbólgu, grun um júgurbólgu eða háa frumutölu. Þau eru úr einstökum kúm, úr hluta af kúm í hjörð eða úr heilu hjörðunum ef um vandamál í allri hjörðinni er að ræða. Þegar þau berast rannsóknarstofunni fara þau í sýklaræktun, greiningu og næmispróf. Allt ferlið tekur tvo til þrjá daga í vinnslu á rannsóknarstofunni. Bráðabirgðasvar um næmi fyrir penisillíni getur legið fyrir eftir einn dag en nánari greining á gerlunum og lyfjanæmi getur tekið einn til tvo daga í viðbót. Svar um það er sent strax og niðurstöður liggja fyrir. Ef spenasýni berast rannsóknarstofunni fyrir klukkan 14:00 á virkum degi er tryggt að þau fara samdægurs í ræktun. Mjólkurframleiðendur sjálfir eða dýralæknar geta sent spenasýni til rannsóknarstofunnar.

Ef sýni berast úr einstökum kúm er þeim strax sáð á skálar þar sem athugað er með næmi baktería fyrir penisillíni og bráðabirgðasvar um það getur legið fyrir daginn eftir. Vinsamlegast takið fram ef óskað er eftir bráðabirgðasvari um penisillínnæmi ef send eru sýni úr fleiri en einni kú.

B-sýni koma til lögboðinnar greiningar/leitar á Streptococcus agalactiae tvisvar á ári frá hverjum mjólkurframleiðanda.

Rannsóknastofa mjólkuriðnaðarins
Bitruhálsi 1
110 Reykjavík
Kt: 470788 1199
Sími: 450 1240  
Netfang: rm@ms.is

Þjónusta við mjólkurframleiðendur

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242