Stofnsjóður Auðhumlu

Stofnsjóður er framlag félagsmanna til að skapa rekstrargrundvöll fyrir félagið. Stofnsjóður Auðhumlu er myndaður af séreignahlutum félagsaðila.  Í hann er lagt aðildargjald félagsaðila en auk þess er lögð fram ákveðin upphæð af hverjum innvegnum lítra mjólkur.  Aðalfundur ákveður þetta tillag ár hvert fyrir eitt ár í senn.  Framlög í séreignahluta stofnsjóðs eru færð á sérstakan reikning hvers félagsaðila og fær viðkomandi aðili sent yfirlit árlega um stofnsjóðsstöðu sína.

Stofnsjóðurinn er árlega vaxtareiknaður og verðbættur og er í því efni haft til viðmiðunar almennir sparisjóðsvextir og verðbætur í samræmi við almennar verðbreytingar í þjóðfélaginu. Þessir reiknuðu vextir og verðbætur bætast við höfuðstól séreignahlutans.

Aðalfundur getur ákveðið hækkun séreignahluta á þann hátt að yfirfæra fjárhæðir sem eftir standa þegar félagið hefur ráðstafað hagnaði og ákveðið tillög í sjóði.  Tillagan um hækkun þarf samþykki 2/3 hluta greiddra atkvæða á aðalfundi.

Stofnsjóður hvers félagsmanns fellur til útborgunar:

  1. við andlát hans,
  2. er félagsaðild fellur niður,
  3. við gjaldþrot hans.

Aldrei má þó borga út stofnsjóðseign fyrr en eigandi hefur innt af hendi allar fjárhagslegar skuldbindingar, er á honum hvíla sem félagsmanni.

Stofnsjóðsfé er óuppsegjanlegt og verður ekki selt né af hendi látið nema með samþykki félagsstjórnar.

Nánari upplýsingar eru veittar hjá framkvæmdastjóra

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242