Gæða- og matvælaöryggi

Á félagið er lögð sú áhersla að það tryggi viðskiptavinum sínum aðgang að öruggum og heilnæmum matvælum. Í þeim tilgangi vinnur félagið með skipulögðum hætti að eftirfarandi áherslu- og starfsþáttum:

Mjólkurframleiðsla hjá kúabændum

Félagið grundvallar starfsemi sína á móttöku og vinnslu fyrsta flokks hráefnis sem ávallt er framleitt við bestu mögulegu aðstæður. Til viðbótar þeim opinberu kröfum sem fram koma í lögum og reglum um aðstæður til framleiðslu matvæla,vinnur félagið skipulega að því að allir mjólkurframleiðendur, sem leggja inn mjólk hjá félaginu og samstarfsaðilum, uppfylli kröfur um öll þau viðmið og skilyrði sem ná yfir eftirtalda þætti í mjólkurframleiðslu á kúabúum, matvælaöryggi við framleiðslu, dýravelferð og umgengni og ásynd kúabúa.

Úrvinnsla mjólkur og framleiðsla mjólkurvara

Við söfnun og móttöku mjólkur og úrvinnslu hennar við framleiðslu mjólkurvara er stefna félagsins að tryggja matvælaöryggi með því að uppfylla opinberar kröfur, lög og reglugerðir og styðjast ávallt við bestu framleiðslutækni og traustan framleiðslubúnað sem skilar hámarksgæðum og stuðlar að sem mestu framleiðsluöryggi. Gæðastjórnun félagsins er samstarfsverkefni alls starfsfólks fyrirtækisins og lögð er áhersla á hvatnngu, þjálfun, gott upplýsingastreymi og að skapa góðan vinnustað.

Gæðaeftirlit og rannsóknir

Til að skapa góðan grundvöll að traustum starfsháttum er reglubundið fylgst með hverjum þætti virðiskeðjunnar, allt frá mjólkurframleiðendum til fullunninnar vöru sem tilbúin er til afhendingar til neytenda. Til að ná þessum markmiðum tryggir félagið: Að til staðar sé vottað gæðakerfi í öllum starfsstöðvum félagsins og að það nái yfir alla virðiskeðjuna, allt frá hráefnismóttöku frá framleiðendum til innra eftirlits með framleiðslu mjólkurvara og til afhendingar fullunninnar vöru til viðskiptavina. Að í fyrirtækinu sé ávallt til staðar viðeigandi tækjabúnaður til nauðsynlegra mælinga og rannsókna. Að góð þekking starfsfólks sé til staðar innan fyrirtækisins og reglubundin endurmenntun á sérsviði eftirlits og rannsókna fari fram.

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242