Mjólkurflutningar

Mjólkurflutningar hafa alla tíð verið á ábyrgð mjólkurframleiðenda.

Framleiðendur greiða frá 01.02.2023 kr. 5,50 á hvern lítra fyrir mjólkurflutninga

Framleiðendur greiddu frá 01.01. 2022 til 31.01.2023 kr. 5,15 á hvern lítra fyrir mjólkurflutninga.

Lágmarksmagn sem sótt er þarf að nema 200 ltr.

Ástæðan fyrir 200 ltr. lágmarkinu er sú að í dag eru flestir mjólkursöfnunarbílar búnir afkastamiklum dælum með sjálfvirkum sýnatökubúnaði. Til þess að þessi búnaður vinni eins og til er ætlast þarf lágmarks innvigtun frá framleiðanda að vera 200 ltr. Hvað eldri sýnatökuaðferðir varðar þá eru margir mjólkurkælitankar þannig að ekki er hægt að taka sýni með eldri aðferðum. Þessi lágmarksviðmið voru kynnt í febrúar 2016 og tóku gildi 1. maí sama ár.

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242