Starfsemi

Hlutverk Auðhumlu er að vera sameiginlegur vettvangur mjólkurframleiðenda á starfssvæði félagsins og skila þeim ávinningi bæði varðandi afrakstur af mjólkurframleiðslu sinni og ávöxtun fjármuna sem bundnir eru í félaginu.

Þetta þýðir þríþætta meginstarfsemi:

Félagsstarfsemi sem miðar að því að vera sameiginlegur vettvangur mjólkurframleiðenda á starfssvæðinu og skapa þeim hag af innbyrðis samstarfi.

Rekstur sem hefur það markmið að hámarka skilaverð og veltu með öflugu markaðs- og þróunarstarfi og skilvirkum rekstri dótturfélaga en Auðhumla er m.a. 80% eigandi að Mjólkursamsölunni sem er rekstrarfélag mjólkuriðnaðarins á Íslandi.

Ávöxtun og nýsköpun tryggir ávöxtun stofnsjóðs og auk virkrar fjárfestingarstýringar með mismunandi áhættustigi til að auka arðsemi og dreifa áhættu til framtíðar.

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242