31. júlí 2020

Viðbragðsáætlun Gæðaeftirlits Auðhumlu vegna COVID-19

Gæðaeftirlit Auðhumlu flytur starfsstöðvar sínar tímabundið meðan óvissuástand er frá vinnslustöðvum MS.


Heimsóknir Gæðaeftirlitsins til mjólkurframleiðenda varðandi öflun aukasýna verða takmarkaðar eins og kostur er, enginn framleiðandi verður heimsóttur nema í ýtrustu neyð og í samráði við viðkomandi.


Varðandi aukasýni ef upp koma tilfelli þar sem vafi er um mjólkurgæði þá verður fyrsti kostur alltaf að láta mjólkurbílstjóra taka sýni.
Í stuttu máli þá mun Gæðaeftirlitið sinna sínum störfum eins og kostur er gegnum síma og tölvur, og veita ráðgjöf eins og áður, en ferðalög um sveitir og milli bæja verða takmörkuð eins og kostur er.


Þessi viðbragðsáætlun mun vafalaust taka á sig nýjar sviðsmyndir á næstu dögum, en svona höfum við þetta til að byrja með.

Sigurður Grétarsson
Sviðsstjóri Gæðaeftirlits Auðhumlu

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242