22. febrúar 2021

Vegna mjólkuruppgjörs 2020

Uppgjör mjólkur 2020

Á síðustu dögum hefur verið umfjöllun meðal kúabænda á samfélagsmiðlum vegna mjólkuruppgjörs ríkisins á útjöfnun ónýttra beingreiðslna fyrir nýliðið verðlagsár 2020.  Uppgjörið hefur verið í vinnslu af hálfu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis á síðustu vikum.  Uppgjörið er framkvæmt að venju skv. ákvæðum þar að lútandi reglugerða – nú reglugerð nr. 1252/2019  -með síðari breytingum.  Þessu sinni virðist, í umræddu uppgjöri fyrir árið 2020, gripið til ráðstafana af hálfu stjórnvalda skv. heimildum 32. gr. búvörulaga, í þá átt að ráðstafa hluta ónotaðra beingreiðsla í formi skaðabóta til greiðslumarkshafa sem urðu fyrir afurðatjóni/skerðingu vegna rafmagnsleysis sökum óveðurs í desember 2019.

Í fyrrnefndum umfjöllunum, meðal bænda á samfélagsmiðlum, virðist í einhverjum tilvikum hafa komið fram sá skilningur að þessi ráðstöfun tengist afurðastöðum með einhverjum hætti og þá á þann veg að þær njóti ávinnings af þessum ráðstöfunum.  Sá ávinningur eigi þá að vera í formi þess að þær fái það mjólkurmagn, sem samsvarar því sem tengist þessum aðgerðum stjórnvalda, á umframmjólkurverði (20 kr/ltr) til ráðstöfunar á innanlandsmarkaði.  Þetta er alfarið rangt og á engar stoðir í raunveruleikanum.  Það skal skýrt nánar og auk þess er nauðsynlegt að koma eftirfarandi staðreyndum á framfæri:

  • Um er að ræða ráðstöfun ónotaðra beingreiðslna (A – hluta) sem svara til tæplega 600 þús lítra mjólkur. Þessu er ráðstafað til mjólkurframleiðenda sem urðu fyrir tjóni sem tilkynnt var skv. greinarskilum og samskiptum þeirra við stjórnvöld.  Afurðafélög bænda (Auðhumla og KS), afurðastöðvar eða samtök þeirra, hafa ekkert um tilurð þessa ráðstafana að segja og hafa engin áhrif hvorki á ákvarðanatöku og/eða framkvæmd þeirra.

  • Afurðastöðvar fá ekki - með þessum aðgerðum - mjólk á umframmjólkurverði (20 kr) til ráðstöfunar á innanlandsmarkaði. Gagnvart afurðastöðvum leiðir þessi ráðstöfun til meiri umframmjólkur, sem nemur þessum lítrum nemur, en samhliða eykst útflutningsskylda afurðastöðva um sama magn.  Án þessara aðgerða stjórnvalda hefði útflutningsskylda umframmjólkur vegna verðlagsársins 2020 numið um 6,2 millj lítrum.  Eftir þessa ráðstöfun nemur útflutningsskyldan um 6,8 milljónum lítra og hefur því hækkað um sem svara þessu magni – eða um tæpa 600 þús lítra.

 

Almennt um mjólkuruppgjör 2011 - 2020

Mjólkuruppgjör er unnið á hverju ári; nú af Atvinnvega- og nýsköpunarráðuneytinu en áður af MAST/Búnaðarstofu og Bændasamtökum Íslands.

Mjólkuruppgjör skilgreinir skiptingum beingreiðslna í samræmi við gildandi reglugerðir hverju sinni (reglugerð nr. 1252/2019 vegna ársins 2020) og um leið hvaða mjólk sem unnin er í afurðastöðvum í mjólkurvinnslu telst innan greiðslumarks.

Síðustu tíu ár hafa beingreiðslur skipst þannig:

  1. Frá 2011 til og með 2016:
  2. A-greiðsla: Samkvæmt greiðslumarki hvers kúabús 1/12 á mánuði
  3. B-greiðsla: Á innvigtaða lítra innan greiðslumarks
  4. C-greiðsla: Sérstakar álagsgreiðslur frá júlí til loka árs

  1. Frá 2017 til 2020:
  2. A-greiðsla: Samkvæmt greiðslumarki hvers kúabús 1/12 á mánuði
  3. B-greiðsla: Á alla innvigtaða lítra

 

Mjólkuruppgjör stýrði greiðslum A og B greiðslna frá 2011 til 2016. 

Til að njóta fullra A-greiðslna 2011-2016 var bændum skylt að framleiða að lágmarki 80-100 (11 af greiðslumarki.  Ef ekki var framleitt upp í lágmarkið voru A-greiðslur skertar í samræmi við þá framleiðslu sem vantaði á hverju kúabúi og þeim greiðslum síðan ráðstafað í A-útjöfnun;  sem stýrði hvaða kúabú fengju greiddar A-greiðslurnar sem voru til skiptanna.

Til að njóta B-greiðslna var nóg að framleiða mjólk innan greiðslumarks.  Allt greiðslumark sem ekki var framleitt upp í var ráðstafað í B-útjöfnun.  B-útjöfnunin stýrði hvaða kúabú fengju greiddar B-greiðslurnar sem voru til skiptanna. 

Vakin er athygli á því að A-úthlutunin var innifalin í B-úthlutuninni. Væri B-úthlutun 1 milljón lítra og A-úthlutun 0,5 milljón lítra, var útjöfnun sem samtals fór til hækkunar greiðslumarks einstakra kúabúa við ákvörðun á hvort innvigtuð mjólk telst innan eða utan greiðslumarks alls 1 milljón lítra. 

2017 - 2020

Frá 2017 stýrir mjólkuruppgjör eingöngu greiðslum A-greiðslna.  Skipulagið er óbreytt; til að njóta fullra A-greiðslna er bændum skylt að framleiða ákveðið lágmark1 af greiðslumarki.  Ef ekki var framleitt upp í lágmarkið er ónotuðu greiðslumarki viðkomandi jarðar ráðstafað í A-útjöfnun sem stýrir hvaða kúabú fá greiddar A-greiðslur sem eru til skiptanna.

Gagnvart afurðastöðvum skilgreina mjólkuruppgjör hvort innvigtuð mjólk frá hverju kúabúi telst vera innan eða utan greiðslumarks.  Teljist innvigtun utan greiðslumarks er skylt sam-kvæmt Búvörulögum að flytja samsvarandi magn mjólkurafurða á erlenda markaði á ábyrgð viðkomandi afurðastöðvar og viðkomandi framleiðanda.  

1: Árið 2016 var framleiðsluskylda 80%, skyldan var 90% árin 2011,2012, 2013 og 2017 og 95% árin 2014, 2018 og 2019.  Loks var framleiðsluskylda 100% 2015 og 2020

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242