10. júlí 2023

Úrvalsmjólk og verðfellingar vegna líftölu

Ágæti mjólkurframleiðandi,

Sem kunnugt er gaf Auðhumla svf. út yfirlýsingu þann 15. mars sl. um að vafi léki á réttmæti á niðurstöðum líftölumælinga og að Auðhumla svf. myndi ekki nota þessar tölur til verðfellingar á hrámjólk á meðan slíkur vafi væri uppi.

Á grundvelli þessarar yfirlýsingar hefur hrámjólk ekki verið verðfelld á grundvelli líftölumælinga frá þriðju viku janúarmánaðar 2023 (16. jan.) og í þeim tilvikum sem verðfelling átti sér stað hefur það verið leiðrétt eftirá.

Að sama skapi var viðmiðunum vegna úrvalsmjólkur breytt tímabundið og miðað við að úrvalsmjólk væri sú mjólk sem væri undir 30.000 ein/ml. í stað 20.000 ein/ml. líkt og hefðbundið er.

Í fyrrnefndum yfirlýsingum var þess getið að ekki yrði verðfellt fyrir hrámjólk á grundvelli líftölumælinga fyrr en góð vissa væri fyrir réttmæti niðurstaðnanna. Vel hefur verið fylgst með mælingum líftöluvélarinnar og undanfarnar 7-8 vikur hefur hún gengið mjög vel og mælingar hennar verið stöðugar og án vandkvæða.

Nú er því svo komið að Auðhumla svf. telur óhætt að taka aftur upp fyrri viðmið varðandi úrvalsmjólk og verðfellingar á grundvelli líftölumælinga.

Frá og með 1. ágúst nk. mun Auðhumla svf. því miða við að greiða fyrir úrvalsmjólk sem er undir 20.000 ein/ml. og að verðfella hrámjólk miðað við hefðbundin viðmið, þ.e. hrámjólk sem fær hærri líftölugildi en 80.000 ein/ml. falli í 2. flokk með 16% verðfellingu af lágmarksverði mjólkur, hrámjólk sem fari yfir 200.000 ein/ml. falli í 3. flokk með 36% verðfellingu af lágmarksverði mjólkur og hrámjólk sem fer yfir 500.000 ein/ml. falli í 4. flokk með 60% verðfellingu af lágmarksverði mjólkur.

Sjá reglur um flokkun og verðfellingar mjólkur vegna líftölu, frumutölu, lyfjaleifa og frírra fitusýra.

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242