6. maí 2009

Sveitapósturinn maí 2009

Forystugrein blaðsins fjallar um greiðslumarksákvörðun næsta árs og forsendur fyrir kaupum á umframmjólk. Fram kemur í greininni að útflutningur á skyri hefur ekki náð þeim árangri sem vænst var og forsendur fyrir útflutningi verði að taka til endurmats. Birgir Hinriksson mjólkurbílstjóri er hættur eftir 36 ára starf. Birgir fékk í langan tíma fæði hjá Sveinbjörgu Ingimundardóttur og Ólafi Jóni Jónssyni frá Teigingarlæk. Voru þeim færðar þakkir fyrir í síðasta stoppi hans hjá þeim. Aðalfundur Auðhumlu var haldinn 3. apríl og er fjallað um fundinn ásamt myndum. Upplýsingatöflur eru á sínum stað

Hér getur þú nálgast nýjasta sveitapóstinn og eldri útgáfur.

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242