17. desember 2019

Rekstrarstöðvunartrygging í ljósi rafmagnsleysis

Auðhumla er með rekstrarstöðvunartryggingu hjá Verði fyrir sína félagsmenn.

Tryggingin nær til tjóna af völdum óveðurs, bruna og salmonellusýkingar.

Tjón af völdum óveðurs eru bætt ef foktjón verður á fasteignum sem valda afurðatjóni ekki afurðatjón af völdum rafmagnsleysis.

Þetta er niðurstaðan eftir að mál hafa verið könnuð: 

Í skilmálanum kemur fram í grein 1.1 eftirfarandi:
„Vátryggingin tekur til:

Framlegðartaps sem vátryggður verður fyrir á bótatímanum vegna samdráttar í mjólkurframleiðslu af

völdum atburðar sem orðið hefur í fjósi vátryggðs og sem brunatrygging samkvæmt gildandi

vátryggingarskilmála fyrir brunatryggingu lausafjár og/eða brunatryggingu húseigna nær til svo og

skilmálum fyrir foktryggingar, en vátryggingarvernd rekstrarstöðvunartryggingar þessarar er bundin því

skilyrði að slíkar vátryggingar séu fyrir hendi þegar tjón verður.

Auk þess tekur vátryggingin til óhjákvæmilegs aukakostnaðar sem kann að verða á bótatímanum og

sem vátryggður hefur verið sérstaklega og beinlínis verður rakinn til þess að fjós vátryggðs verður ekki

notað vegna bótaskylds atburðar er vátrygging þessi tekur til.“

 
Þar sem ekki hefur orðið foktjón á fasteignum viðkomandi búa eru skilyrði bótaskyldu í rekstrarstöðvunartryggingunni ekki fyrir hendi.

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242