17. janúar 2008

Óbreytt verð fyrir mjólkurflutninga til 1. júlí 2008!

Búið er að taka ákvörðun um að gjaldtaka fyrir mjólkurflutninga verði 2,05 kr/l og er gert ráð fyrir að verðið verði endurskoðað fyrir 1. júlí næstkomandi. Það er stefna Auðhumlu að taka yfir kostnað vegna mjólkurflutninga eftir því sem efni og aðstæður leyfa.

Raunkostnaður mjólkurflutninga á árinu 2007 er áætlaður 2,89 kr/l þannig að niðurgreiðslan á síðasta ári nam 79 aurum á lítra eða samtals 90 milljónum króna. Við gerum ráð fyrir að niðurgreiðslan á þessu ári verði að lágmarki 88 aurar sem svarar þá til 103 milljóna króna niðurgreiðslu og hækkar þannig um 13 milljónir króna á milli ára.

Niðurgreiðsla á mjólkurflutningum er auðvitað ekkert annað en arðgreiðsla til félagsmanna Auðhumlu.

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242