4. ágúst 2022

Nýtt verð fyrir umframmjólk frá 1. ágúst 2022

Stjórn Auðhumlu svf. ákvað á fundi sínum 3. ágúst 2022 að afurðarstöðvarverð fyrir umframmjólk verði kr. 100.- á hvern innlagðan líter og taki gildi frá 1. ágúst 2022.  Það gildi þangað til annað verður ákveðið, en þetta verð mun ekki lækka á yfirstandandi verðlagsári. Út frá þessu verði verður síðan reiknað gæðaálag, verðfellingar og efnainnihald. Uppbætur verði svo greiddar eftir að lokauppgjör ársins hefur farið fram, ef tilefni gefur til.

Innlögð mjólk fyrstu 7 mánuði ársins er 1,9 milljónum lítra minni en á síðasta ári eða um 2,1%. Auknar líkur eru á meiri útjöfnun í ár, þar sem ónotað greiðslumarks er meira nú en á sama tíma í fyrra og því full ástæða til að hvetja bændur til aukinnar framleiðslu.

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242