24. janúar 2008

Nýtt útlit á nýju ári

Út er komið 1. tölublað Sveitapóstsins á þessu ári. Þetta er fjórði árgangur hans sem hefur hér göngu sína. Að þessu sinni birtist Sveitapósturinn í nýju og skemmtilegu útliti sem hannað er með hliðsjón af merki félagsins og Auðhumluvefnum. Vonum við að lesendum hugnist nýja útlitið.

Í blaðinu fjallar Guðbrandur Sigurðsson um mjólkurflutningana, rekstrarstöðvunartryggingu sem Auðhumla er að semja um við Sjóvá fyrir félagsmenn sína, verð fyrir umframmjólk og útflutning mjólkurafurða. Sömuleiðis nefnir hann að stefnt sé að því að aðalfundur Auðhumlu verði haldinn á Vesturlandi föstudaginn 11. apríl nk.

Einnig er í blaðinu m.a. sagt frá breytingum hjá Guðlaugi Björgvinssyni, sem lét af störfum sem framkvæmdastjóri Auðhumlu um síðustu áramót, viðtal við Björn Harðarson í Holti og punktar frá starfseminni hjá MS Blönduósi.

Hér getur þú nálgast nýjasta Sveitapóstinn og einnig eintök af eldri tölublöðum.

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242