Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur 1. september 2025
Atvinnuvegaráðuneytið hefur birt niðurstöður tilboðsmarkaðar vegna greiðslumarks í mjólk sem haldinn var í dag, 1. september 2025.
Alls bárust Atvinnuvegaráðuneytinu 67 gild tilboð um kaup og sölutilboð voru 16.
Tilboð voru send með rafrænum hætti í gegnum AFURÐ sem er greiðslukerfi landbúnaðarins og liggur niðurstaða markaðarins nú fyrir.
Í gildi er ákvörðun ráðherra um að hámarksverð skuli vera þrefalt afurðastöðvaverð, sem við lok tilboðsfrests var 419 kr. fyrir hvern lítra. Við opnun tilboða kom fram jafnvægisverðið 250 kr./ltr. - sem er óbreytt verð frá síðustu tveimur mörkuðuðum, þann 1. apríl 2025 og 1. nóvember 2024.
- Fjöldi gildra tilboða um sölu á greiðslumarki mjólkur voru 16.
- Fjöldi gildra tilboða um kaup voru 67.
- Fjöldi kauptilboða undir jafnvægisverði voru 8.
- Fjöldi sölutilboða yfir jafnvægisverði voru 2.
- Greiðslumark sem boðið var fram (sölutilboð) voru alls 1.099.643 lítrar
- Greiðslumark sem óskað var eftir (kauptilboð) voru 2.215.000 lítrar
- Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða (jafnvægismagn) voru 1.077.643 lítrar að andvirði 269.410.750 kr.
- Seljendur með tilboð á jafnvægisverði eða lægra eru 14 talsins og selja 100% af sínu framboðna magni.
- Kaupendur með tilboð á jafnvægisverði eða hærra eru 59 talsins og fá 52% af eftirspurðu magni í sinn hlut.
- Af kauptilboðunum eru 4 sem fá úthlutun úr forgangspotti nýliða og fá þeir kaupendur 66% af eftirspurðu magni í sinn hlut.
Sala greiðslumarks fer nú fram samkvæmt gildum tilboðum. Atvinnuvegaráðuneytið mun nú senda öllum tilboðsgjöfum upplýsingar um afgreiðslu tilboða og gera breytingar á skráningu greiðslumarks þegar uppgjör hefur farið fram. Upplýsingar um greiðslumark sitt geta bændur nálgast í Afurð.
Auðhumla
Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.
Lesa meiraGæðaráðgjafar
Hans Egilsson: Sími 861-4775
Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772
Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397
Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770
RM rannsókn: Sími 450-1242