25. janúar 2008

Mjólkurflutningar að vetri til

Vetur konungur minnir á sig nú í byrjun þorra og gott er að hafa í huga að halda leið mjólkurbílsins greiðri og ekki hafa þar nálægt tæki eða annað sem fennir að, eða þrengir leið bílsins í snjó og myrkri.

Mikilvægt er að hjálpast að þegar færðin er slæm. Mjólkurbílarnir eru stórir og þungir og hafa ekki sama drifkraft og gömlu minni framdrifsbílarnir höfðu. Flestir mjólkurframleiðendur greiða götu mjólkurbílsins og mjólkurbílstjórans og ber að þakka það, en aðrir gætu gert betur og það þarf að laga. Allar tafir kalla á aukinn kostnað við mjólkurflutningana og það er ekki sanngjarnt gagnvart þeim sem hafa sín mál í lagi. Höfum gott samstarf um greiðar leiðir.

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242