31. desember 2011

Lífrænt vottuð mjólk: viðskiptaskilmálar

Auðhumla svf. hefur ákveðið viðauka við almenna viðskiptaskilmála er lúta að kaupum á lífrænt vottaðri mjólk. Lífrænt vottuð mjólkurframleiðsla er kostnaðarsamari en venjuleg framleiðsa og Auðhumla svf. hefur því greitt lífrænt álag til framleiðenda fyrir þessa framleiðslu. Því miður hefur ekki reynst markaður fyrir alla þá lífrænt vottuðu mjólk sem framleidd hefur verið. 

Viðauki við almenna viðskiptaskilmála Auðhumlu svf. varðandi lífrænt vottaða mjólk.
Auðhumla kaupir til vinnslu og endursölu lífræna mjólk.  Auðhumla kaupir lífræna mjólk frá félagsmanni Auðhumlu, sem hefur fengið vottun um lífræna framleiðsluaðferð frá vottunarstofu með faggildingu, auk þess að hafa gilt starfsleyfi frá Matvælastofnun til lífrænnar framleiðslu, sbr. 4. gr. laga nr. 162/1994 um lífræna landbúnaðarframleiðslu.
Greitt verður álag fyrir lífræna mjólk innan greiðslumarks til viðbótar afurðastöðvaverði að því marki sem Auðhumla hefur markað fyrir lífræna mjólk. 
Félagið gerir í upphafi hvers greiðslumarksárs áætlun um markað fyrir lífræna mjólk, með svipuðum hætti og gert er varðandi almenna greiðslumarksmjólk á innanlandsmarkað.   
Félagið skuldbindur sig gagnvart framleiðendum til að greiða þeim álag á afurðastöðvaverð samkvæmt gjaldskrá Auðhumlu fyrir innlagða lífræna mjólk. Álagsgreiðslur verða í hlutfalli við greiðslumark þeirra að því marki sem markaður er fyrir slíka mjólk. Fyrir aðra lífræna mjólk innan greiðslumarks er greitt afurðastöðvaverð og fyrir umframmjólk frá framleiðendum lífrænnar mjólkur verður greitt almennt umframmjólkurverð.
Auðhumla getur tilkynnt aukningu á eftirspurn lífrænnar mjólkur innan verðlagsársins ef aukning verður í sölu lífrænnar mjólkur á greiðslumarksárinu. Verði eftirspurn innanlands fyrir lífræna mjólk umfram áætlun ársins verður greidd í árslok uppbót sem því nemur.
Ef framleiðsla lífrænnar mjólkur er umfram eftirspurn á markaði mun Auðhumla ekki greiða álag til nýrra framleiðenda fyrr en félagið hefur markaðslegar forsendur til þess.
Framleiðendur sem hyggjast skipta úr venjulegri framleiðslu í lífræna framleiðslu skulu tilkynna Auðhumlu um slíkt skriflega í ábyrðgarbréfi með að minnsta kosti tuttugu og sex mánaða fyrirvara.

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242