29. mars 2022

Lágmarksmjólk sem sótt er

Vegna umfjöllunar fjölmiðla um söfnun mjólkur vill Auðhumla svf. koma eftirfarandi á framfæri:

  • Auðhumla svf. hefur það hlutverk að safna saman mjólk frá mjólkurframleiðendum og setur reglur um mjólkurflutninga, þar með talið lágmarksviðmið.
  • Flutningabílar í eigu MS sækja mjólkina fyrir hönd Auðhumlu, í samræmi við þær reglur sem Auðhumla setur.
  • Lágmarksmagn sem sótt er til mjólkurframleiðanda þarf að nema 200 ltr. en það viðmið var sett frá og með 1. janúar 2017 og hefur verið óbreytt síðan þá.
  • Ástæðan fyrir 200 ltr. lágmarki er sú að í dag eru flestir mjólkursöfnunarbílar búnir afkastamiklum dælum með sjálfvirkum sýnatökubúnaði. Til þess að búnaðurinn vinni eins og til er ætlast þarf lágmarks innvigtun frá framleiðanda að vera 200 ltr.
  • Gæðamálin eru einn mikilvægasti þátturinn við mjólkurframleiðsluna. Því er mikilvægt að sýnataka sé með sem öruggustum hætti.

Mjólkurbílaflotinn hérlendis hefur verið endurnýjaður með það að markmiði að auka hagræðingu í söfnun mjólkur og lækkun á söfnunarkostnaði bænda.  Það gerist með nýjum, öflugri og betri flutningatækjum og endurskipulagningu í söfnunar-fyrirkomulagi.  Stöðugt veigameiri þáttur í allri þessari þróun er að stuðla að því að draga enn frekar úr eldsneytisnotkun eins og kostur er og má því segja að tæknibreytingar í mjólkursöfnun eru drifnar áfram að stórum hluta af þessum umhverfisþætti.

Samhliða hafa því tankar á bílum og hjá bændum víða verið stækkaðir.  Slíkum uppfærslum fylgja jafnan breytingar á starfsháttum og stundum hafa þær í för með sér takmörkun á smæð framleiðslueininga.

Vegna þessara breytinga á lágmarksinnleggi, sem tóku gildi í byrjun árs 2017, var aðlögunartími á sínum tíma 9 mánuðir.  Var það gert til að gefa bændum sem framleiddu undir mörkum færi á að aðlaga sína framleiðslu að nýjum viðmiðum.

Reglur Auðhumlu um lágmarksinnlegg mjólkur sem sótt er á bæi, hafa lengi vel verið til staðar og voru samræmdar yfir allt landið árið 2009.

Reglurnar um lágmarksinnlegg mjólkur voru teknar til endurskoðunar á árinu 2016  og tóku nýjar reglur gildi 1. janúar 2017 þar sem viðmið var aukið í 200 ltr.

 

F.h. Auðhumlu

Garðar Eiríksson

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242