28. ágúst 2020

Kýrsýnatökur hefjast að nýju

Í ljósi þess að viðbúið er að lifa þarf við Covid veiruna um langa hríð, hafa eftirfarandi verklagsreglur verið settar upp varðandi töku kýrsýna frá framleiðendum.

Reglur fyrir útsendingu og endurheimt kýrsýnakassa með tilliti til sóttvarna v/Covit-19.

 

RM sendir út kassa sem merktir eru með skiladegi, sem kassinn verður hirtur á eða með næstu ferð þar á eftir.

Landinu verður skipt upp í tvo hópa þ.e. Suður- og Vesturland og síðan Vestfirðir, Norður- og Austurland.

Allir kassar eru teknir aftur á skiladagsetningu eða næstu ferð þar á eftir og skiptir þá engu hvort sýnataka hafi farið fram eður ei.

Mikilvægt að sýnataka fari fram daginn sem kassarnir berast framleiðendum eða sem fyrst eftir það eða í síðasta lagi þremur sólarhringum fyrir skiladag að skiladegi meðtöldum.

Þetta er til þess að tryggja að kassar hafi ekki verið handfjatlaðir í a.m.k. 72 tíma áður en þeir eru teknir aftur og sendir til RM. Allt er þetta gert til að minnka smithættu og að smit berist ekki milli samlaga og/eða til bænda.

Bændur eru beðnir um að setja kassana  á góðan, þurran og áberandi stað í mjólkurhúsinu, að lokinni sýnatöku, þannig að bílstjórar þurfi ekki að leita að þeim.

Bændur eru hvattir til að ganga vel um kassana og halda þeim hreinum.

 

Með bestu kveðju,

Garðar Eiríksson, framkvstj.

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242