1. október 2020

Kýrsýna-, PCR og fangsýnatökur

Ágætu framleiðendur,


Ákveðið hefur verið að taka upp fyrri aðferðir við kýrsýnatökur en þó með meiri sóttvörnum og varúð. Þá er nú einnig tekið við PCR og fangsýnum.


Nú eru sýnakassar sendir til ykkar eins og áður fyrir daga Covid og engin skiladagsetning. Þið setjið í kassana og látið þá áberandi stað í mjólkurhúsinu þannig að bílstjórar eigi gott með að nálgast þá. Bílstjórar verða með sóttvarnarefni sem þeir úða yfir kassann þegar hann er tekinn.


Framleiðendur eru beðnir að ganga vel og hreinlega um sýnatökukassana.


Og af gefnu tilefni eru framleiðendur beðnir að láta vita ef Covid kemur upp á bæ eða einstaklingar eru í sóttkví á bænum.


Þetta er afar mikilvægt til að hægt sé að umgangast hlutina af fullri varúð.


Tilkynningar um Covid skal senda á netfangið mjolk@audhumla.is

Munið að við erum öll almannavarnir

Bestu kveðjur,
Garðar Eiríksson, framkvæmdastjóri

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242