9. maí 2017

Kynning á norska landbúnaðarkerfinu

Í ljósi þess að landbúnaðarráðherra vísar til norska landbúnaðarkerfisins í „netvarpi“ sínu um boðaðar breytingar á íslenska landbúnaðarkerfinu, ákvað stjórn Auðhumlu að fara í ferð til Noregs og fá kynningu á því hvernig Norðmenn standa að sínum málum. Fulltrúar Landsambands Kúabænda, Bændasamtaka Íslands, Kaupfélags Skagfirðinga og SAM voru einnig með í för. Landbúnaðarráðuneytið ákvað að senda ekki fulltrúa í þessa kynningarför þrátt fyrir boð um þátttöku. 


Fyrst var haldið á fund Nortura kjötiðnaðarfyrirtækisins (eins konar MS þeirra Norðmanna í kjöti og eggjum) og tók Hans Thorn Wittussen, aðstoðarforstjóri á móti hópnum. Hans kynnti félagið, sem er samvinnufélag bænda og hlutverk þess og skyldur í norskum landbúnaði. Norskur landbúnaður byggist á þremur stoðum, tollvernd (innflutningsvernd), búvörulögum/búvörusamningi og markaðsstýringu (markadsbalasering).

Þrjár verslunarkeðjur ráða um 99% af norskum markaði og þær styðja þetta fyrirkomulag enda álagning hófleg, matarsóun í lágmarki og afhendingaröryggi hátt. Einnig tryggir þetta sambærilega þjónustu um allt land. Hjá Nortura er stefnt að því að nýta allt sem fellur til af dýrinu og fengum við sérstaka kynningu á starfsemi Norila dótturfélagi þeirra sem hefur það hlutverk með höndum og hefur náð miklum árangri í að skapa verðmæti úr því sem áður var hent eða lítið gert með.


Þá var nýtt rannsóknarfjós við Landbúnaðarháskólann í Ási skoðað og þar var sérstakur fyrirlestur af hálfu TINE um fóðurrannsóknir og leiðbeiningaþjónustu sem þeir standa að.

Föstudaginn 5. maí var svo haldinn stór fundur í höfuðstöðvum TINE í Oslo þar sem fulltrúar frá norska mat- og landbúnaðarráðnuneytinu, Norsk landbruksforvalting, TINE Råvarer og TINE kynntu norska landbúnaðarkerfið fyrir sendinefndinni, með sérstakri áherslu á samninga um verð til bænda, kaupskyldu TINE á mjólk, verðtilfærslur milli mjólkurafurða og markaðsstjórnun á vegum Norsk landbruksforvalting. Norðmenn hafa það sjónarmið að það sé til lítils að verja land sem þú notar ekki og Norðmenn vilja hafa land sitt í notkun og veita því stuðning til landbúnaðar og það meiri eftir því sem fjær dregur höfuðborginni. Þetta var afar fróðleg ferð sem þó færði okkur sanninn um að Íslenska fyrirkomulagið er árangursríkt, ódýrt og einfalt.

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242