30. apríl 2008

Kúabóndi fyrsti kvenformaðurinn hjá Búnaðarsambandi Suðurlands í 100 ár

Á aðalfundi Búnaðarsambands Suðurlands á dögunum var fyrsta konan í 100 ára sögu sambandsins kosin í stjórn, Guðbjörg Jónsdóttir kúabóndi á Læk í Flóahreppi, sem er jafnframt formaður stjórnar sambandsins. Guðbjörg er einnig varaoddviti Flóahrepps, situr í stjórn Félags kúabænda á Suðurlandi, er búnaðarþingsfulltrúi sunnlenskra bænda, er í stjórn Veiðifélags Flóamanna og á sæti í atvinnumálanefnd Sambands sunnlenskra sveitarfélaga svo eitthvað sé nefnt. 

Guðbjörg er fædd á Reyni í Mýrdal, Vestur-Skaftafellssýslu, yngst níu systkina. Eiginmaður hennar er Gauti Gunnarsson og eiga þau þrjú börn á aldrinum 9 til 14 ára.

„Ég bauð mig fram í stjórn Búnaðarsambandsins vegna þess að ég var ákaft hvött áfram af aðilum sem að ég met mikils, m.a. af helstu fyrirmyndum mínum í félagsmálum þeim Birnu Þorsteinsdóttir á Reykjum og Maríu Hauksdóttir í Geirakoti að ógleymdri systur minni Sigurlaugu Jónsdóttur Hraunkoti, sem er fyrsta konan í stjórn Sláturfélags Suðurlands. Það er góð tilfinning að vera fyrsta konan í stjórn sambandsins og formaður þess. Ég er vön að vinna með körlum og líkar það vel, ég er t.d. eina konan í sjö manna sveitarstjórn Flóahrepps“, sagði Guðbjörg þegar hún var spurð út í nýja embættið hjá Búnaðarsambandinu.

Guðbjörg Jónsdóttir, nýr formaður Búnaðarsambands Suðurlands.
Sambandið stendur að ýmsum viðburðum á árinu í tilefni af 100 ára afmælinu en þar ber hæst landbúnaðarsýning á Hellu 22. – 24. ágúst í sumar.

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242