20. nóvember 2007
Gengið frá sölu Remfló til Jötunn Vélar
Í dag var gengið frá kaupsamningi vegna sölu Auðhumlu á Remfló ehf til Jötunn Véla á Selfossi.
Jötunn Vélar munu taka við rekstri Remfló þann 1. desember næstkomandi. Jötunn Vélar mun reka Remfló að Austurvegi 64a til að byrja með en stefnir svo að því að færa starfsemi félagsins að Austurvegi 69 þar sem Jötunn Vélar hafa aðstöðu.
Á myndinni eru frá vinstri: Finnbogi Magnússon framkvæmdastjóri, Haukur Kristjánsson sölumaður og Guðmundur Þór Guðjónsson fjármálastjóri frá Jötunn Vélum. Sigurður Grétarsson framkvæmdastjóri Remfló, Gunnar Jónsson skrifstofustjóri og Guðbrandur Sigurðsson forstjóri Auðhumlu.
Auðhumla
Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.
Lesa meiraGæðaráðgjafar
Hans Egilsson: Sími 861-4775
Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772
Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397
Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770
RM rannsókn: Sími 450-1242