2. maí 2022

Fréttir af aðalfundi Auðhumlu 2022

Aðalfundur Auðhumlu svf. var  haldinn 29.apríl 2022 í Reykjavík

Um er að ræða besta uppgjör samstæðunnar frá sameiningu og endurskipulagningu mjólkuriðnaðarins árið 2007. Hagnaður nam 932 milljónum en þar af var einskiptisliður vegna upplausnar á eftirlaunaskuldbindingu 248 millj. Rekstrartekjur samstæðunnar námu 34,6 milljörðum Eignir námu 24,2 milljörðum og eigið fé í árslok nam 13,8 milljörðum eða 57,1%.

Covid 19 faraldurinn hafði minni áhrif á reksturinn en ætlað var og hækkuðu rekstrartekjur um 1,9 milljarð. Að öðru leiti vísast til ársreikningsins sem sjá má hér

Jóhanna Hreinsdóttir, Káraneskoti gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Í hennar stað var kosin Magðalena Jónsdóttir, Drangshlíðardal. Þá gaf Anne B. Hansen, Smjördölum ekki kost á sér til endurkjörs sem varamaður og í hennar stað var kjörin Sif Jónsdóttir, Laxamýri. Að öðru leyti var stjórn og varastjórn endurkjörin

Stjórn félagsins skipa:

Ágúst Guðjónsson, Læk                              formaður

Þórunn Andrésdóttir, Bryðjuholti             varaformaður

Óttar Bragi Þráinsson, Miklaholti             ritari

 

Meðstjórnendur:

Ásvaldur Æ Þormóðsson, Stóru-Tjörnum

Björgvin R. Gunnarsson, Núpi

Elín M Stefánsdóttir, Fellshlíð

Magðalena Jónsdóttir, Drangshlíðardal

 

Varamenn:

Sif Jónsdóttir, Laxamýri

Linda B Ævarsdóttir, Steinnýjarstöðum

Haraldur Magnússon, Belgsholti

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242