6. apríl 2009

Fréttir af aðalfundi Auðhumlu

Aðalfundur Auðhumlu svf. var haldinn á Hótel Selfossi föstudaginn 3. apríl sl.  Full mæting fulltrúa var eða alls 81 fulltrúi með atkvæðisrétt. Miklar umræður urðu um reikninga Auðhumlusamstæðunnar og skýrslu stjórnar. Þrátt fyrir þungt rekstrarár og tap á rekstri, fengu stjórn og starfsmenn klapp á bakið fyrir sín störf enda hefur reynt mikið á við þær aðstæður sem fyrirtækjunum Auðhumlu og MS er búin um þessar mundir. Fyrir fundinum lág tillaga um fækkun fulltrúa í fulltrúaráðinu þannig að 15 innleggjendur væru á bak við hvern fulltrúa. Samþykkt var að 12 innleggjendur væru að baki hverjum fulltrúa með viðeigandi breytingum á samþykktum félagsins. Gildir þessi fækkun við kjör á deildarfundum á næsta ári. Tillaga um að skipa rannsóknarhóp til að skoða sérstöðu íslenskrar mjólkur var vísað til stjórnar til frekari vinnu.

Í upphafi fundar minntist formaður félagsins tveggja félagsmanna er látist hafa, Jóns Kristinssonar, bónda og listamanns frá Lambey í Fljótshlíð sem var skoðunarmaður reikninga um árabil og Odds Gunnarssonar, bónda á Dagverðareyri, sem var fulltrúi og varaskoðunarmaður.

Stjórn félagsins var endurkjörin en hana skipa: Egill Sigurðsson, Berustöðum, Erlingur Teitsson, Brún, Birna Þorsteinsdóttir, Reykjum, Guðrún Sigurjónsdóttir, Glitstöðum, Stefán Magnússon, Fagraskógi, Björn Harðarsson, Holti og Hörður Grímsson, Tindum.

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242