4. desember 2007

Framleiðendaþjónusta hóf starfsemi 1. desember 2007

Þann 1. desember 2007 næstkomandi mun SAM ýta úr vör nýrri starfsemi sem hefur hlotið nafnið Framleiðendaþjónusta. Hlutverk hennar er að sinna ráðgjöf á sviði tækni- og framleiðslumála hjá mjólkurframleiðendum, sinna lögbundnu mjólkureftirliti auk þess að sinna þjónustu vegna mjólkurtanka.

Tilkoma þessarar þjónustu hefur átt sér nokkurn aðdraganda. Frá því að SAM yfirtók mjólkureftirlit um síðastliðin áramót hefur starfsemi þess verið í endurskoðun. Samhliða þeirri endurskoðun var starfsemi Remfló einnig tekin til endurskoðunar en starfsemi þess félags hefur verið innflutningur á mjaltabúnaði og mjólkurtönkum, sala á rekstrarvöru til framleiðenda og neyðarþjónusta.

Stjórn Auðhumlu hefur komist að þeirri niðurstöðu að félagið ætti að draga sig út úr samkeppnisrekstri á þessu sviði og því var ákveðið að selja samkeppnisrekstur Remfló til Jötunn Véla ehf, en bjóða áfram upp á þjónustu vegna mjólkurtanka.

Breytingar þessar voru kynntar fyrir fulltrúaráðsfundi Auðhumlu þann 27. september síðastliðinn. Á þeim fundi komu fram skýr skilaboð frá fulltrúum félagsins að sértæka viðgerðarþjónustu ætti ekki að niðurgreiða úr sameiginlegum sjóðum heldur ætti gjaldtakan að endurspegla raunkostnað þjónustunnar.

 

Helstu breytingar sem verða

• Með sölu á Remfló mun MS hætta viðgerðarþjónustu á hvers kyns mjaltabúnaði. Sölu- og þjónustuaðilum hefur verið gerð grein fyrir þessari breytingu og ætla þeir allir að vera tilbúnir að sinna eðlilegu þjónustuhlutverki við viðskiptavini sína frá 1. desember næstkomandi.

• Mikilvægt er fyrir þá mjólkurframleiðendur sem ekki hafa verið í samskiptum við sölu- og þjónustuaðila sína að endurnýja samskiptin með þetta að leiðarljósi.

• Framleiðendaþjónusta SAM mun veita almenna þjónustu varðandi kæli- og stýribúnað mjólkurtanka í samstarfi við helstu þjónustu- og söluaðila þeirra.


Starfsemi Framleiðendaþjónustu SAM

Framleiðendaþjónustan mun sinna eftirfarandi verkefnum

• Almenn ráðgjöf og tækniaðstoð varðandi mjólkurframleiðslu á vegum félagsmanna Auðhumlu og KS.
• Aðstoð og leiðbeiningar vegna gæðavandamála.
• Þjónusta varðandi kæli- og stýribúnað mjólkurtanka.
• Neyðarþjónusta vegna mjólkurtanka.

Starfsmenn Framleiðendaþjónustu SAM vinna í nánu samstarfi við gæðaeftirlit þeirra afurðastöðva sem tilheyra MS og KS.  Gjaldtaka fyrir þjónustu vegna mjólkurtanka mun endurspegla raunkostnað þjónustunnar. Tryggt verður að allir mjólkurframleiðendur munu hafa jafnan aðgang að þjónustu við mjólkurtanka. Sú þjónusta verður eftir atvikum innt af hendi af starfsmönnum Framleiðendaþjónustu eða þjónustuaðilum á vegum hennar.


Skipulag, starfsmenn og símanúmer
Starfsemi Framleiðendaþjónustu SAM verður tvískipt. Þannig mun Sigurður Grétarsson stýra þjónustunni á svæðum MS Reykjavík, Búðardal, Ísafirði, Blönduósi, KS Sauðárkróki og MS Selfossi en Kristján Gunnarsson mjólkureftirlitsmaður mun stýra þjónustunni á svæðum MS Akureyri og Egilsstöðum. Framleiðendur á þessum svæðum geta snúið sér til Sigurðar eða Kristjáns varðandi fyrrgreinda þjónustu samkvæmt neðangreindum símanúmerum:

Sigurður Grétarsson með aðsetur á Selfossi 863 3047
   - Vaktsími neyðarþjónustu   852 5508  
Kristján Gunnarsson með aðsetur á Akureyri  460 9620 og 892 0397

Aðrir starfsmenn framleiðendaþjónustunnar verða
Hans Egilsson, þjónustufulltrúi   SAM Borgarnesi 
Sigurður Frímann Emilsson, þjónustufulltrúi SAM Selfossi 
Steinþór Guðjónsson, þjónustufulltrúi  SAM Selfossi

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242