16. febrúar 2024

Deildarfundir Auðhumlu svf. 2024

Deildarfundir Auðhumlu svf. 2024 verða haldnir sem hér segir:

Dagsetning

Deild

Fundarstaður

Miðvikudagur 6. mars kl. 11:30

Flóa- og Ölfusdeild

Hótel Selfoss

Fimmtudagur 7. mars kl. 11:30

Uppsveitadeild

Hótel Flúðir

Föstudagur 8. mars kl. 11:30

Eyjafjalladeild

Landeyjadeild

Fljótshlíðar-, Hvols- og Rangárvalladeild

Holta-, Landmanna-, Ása- og Djúpárdeild

Hótel Fljótshlíð, Smáratúni

Mánudagur 11. mars kl. 11:30

Vestur- Skaftafellsdeild

Hótel Dyrhólaey

Mánudagur 11. mars kl. 20:00

Austur- Skaftafellsdeild

Árnanes, Hornafirði

Þriðjudagur 12. mars kl. 11:30

Austurlandsdeild

Berjaya Iceland Hotels, Egilsstöðum

Miðvikudagur 13. mars kl. 11:30

Norðausturdeild

Hótel Sveinbjarnargerði, Eyjafirði

Þriðjudagur 19. mars kl. 11:30

Vesturlandsdeild

Hótel Hamar, Borgarnesi

Miðvikudagur 20. mars kl. 12:00

Breiðafjarðardeild

Vínlandssetrið Leifsbúð, Búðardal

Fimmtudagur 21. mars kl. 11:30

Austur-Húnaþingsdeild

Vestur-Húnaþingsdeild

Hótel Laugarbakki

 

Deildarfundur Breiðafjarðardeildar verður jafnframt haldinn á TEAMS

Umboð

Um heimild félagsmanna að láta umboðsmann sækja deildarfund fyrir sína hönd fer eftir 23. grein laga um samvinnufélög nr. 22/1991 þar sem segir:

„Heimilt er félagsaðila að láta umboðsmann sækja félagsfundi fyrir sína hönd, en umboðsmaður getur þó ekki farið með nema atkvæði eins félaga auk atkvæðis þess er hann sjálfur hefur. Umboð til fundarsóknar skal vera skriflegt og ekki eldra en þriggja mánaða.“

Ef félagsmaður (einstaklingur) hyggst veita öðrum einstaklingi umboð til að fara með atkvæði sitt á deildarfundinum er farið fram á að það sé formlegt, þ.e. skriflegt, dagsett, tiltaki nafn og kennitölu þess sem fær umboðið, tiltaki að umboðið gildi á umræddum deildarfundi, sé undirritað af þeim félagsmanni sem veitir umboðið og vottað af tveimur lögráða einstaklingum sem staðfesta vottun sína með nafni og kennitölu.

Hægt er að nota þetta umboðseyðublað til að veita fullnægjandi umboð (eða hafa það til hliðsjónar).

Útfyllt umboð skal afhenda deildarstjóra viðkomandi deildar í upphafi deildarfundar.

Lögaðili sem félagsaðili að Auðhumlu svf.

Á deildarfundi skal jafnframt gera grein fyrir hvaða einstaklingur fari með atkvæði þess lögaðila (ehf. eða sf. félags) sem skráð er félagsaðili að Auðhumlu svf. Sá einstaklingur skal vera skráður á vottorði fyrirtækjaskrár sem eigandi, félagsmaður, framkvæmdastjóri, aðal- eða varastjórnarmaður viðkomandi lögaðila. Að öðrum kosti þarf gilt umboð skv. ofangreindu til að fara með atkvæði lögaðilans á deildarfundinum.

Hægt er að nota þetta umboðseyðublað lögaðila til að veita fullnægjandi umboð lögaðila (eða hafa það til hliðsjónar.)

Útfyllt umboð lögaðilans skal afhenda deildarstjóra viðkomandi deildar í upphafi deildarfundar.

Athygli er þó vakin á því að eingöngu eigendur, félagsmenn, framkvæmdastjórar og aðal- eða varastjórnarmenn lögaðila sem er félagsaðili að Auðhumlu svf. og eru tilgreindir sem slíkir á vottorði fyrirtækjaskrár eru kjörgengir í stjórn Auðhumlu svf. og fulltrúaráð. Umboð til að fara með atkvæði lögaðila á deildarfundi gefur þannig viðkomandi ekki kjörgengi ef nafn viðkomandi er ekki skráð á vottorði fyrirtækjaskrár viðkomandi lögaðila.

Ef þörf er á að breyta núverandi skráningu í fyrirtækjaskrá er það gert með rafrænum hætti á vefslóðinni www.skatturinn.is > “Breytingar og slit” > “Breyting á skráningu ehf./hf./ses” eða “Breyting á skráningu sf./slf.” - eða með því að smella hér

Ef einhverjar breytingar hafa átt sér stað skal nýtt vottorð úr fyrirtækjaskrá hafa borist skrifstofu Auðhumlu svf. á netfangið audhumla@audhumla.is í síðasta lagi daginn fyrir deildarfund.

Sjá nánar:

Lög um samvinnufélög

Samþykktir Auðhumlu svf.

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242