4. febrúar 2010

Breytingar á flokkun mjólkur 1. feb. 2010

Breytingar á flokkun og gæðakröfum til mjólkur frá og með 1. febrúar 2010
Nýjar reglur nr 52/2010 um flokkun og verðfellingar mjólkur vegna líftölu, frumutölu, lyfjaleifa og frírra fitusýra tóku gildi 1. febrúar 2010. Einnig hafa Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði samþykkt nýjar reglur um A-mjólk og A-mjólkurgreiðslur.
Með gildistöku nýrra reglna um flokkun og verðfellingar mjólkur vegna líftölu, frumutölu, lyfjaleifa og frírra fitusýra urðu eftirfarandi breytingar:
Lakasta niðurstaðan gildir séu tekin fleiri en eitt sýni í viku
Nú er heimilt að taka fleiri en eitt sýni í viku til mælinga á gæðaþáttum með svipuðum hætti og gert hefur verið með lyfjaleifar. Séu tekin fleiri en eitt sýni í viku skal lakasta niðurstaðan gilda fyrir vikuna nema vegna lyfjaleifa þá telur hvert sýni.
 
Líftala.
Vegna líftölu gildir einstök mæling en verðfelling er miðuð við innlegg viðkom­andi viku. Þannig er hver vika reiknuð sér með tilliti til liftölu í mánaðaruppgjörinu í stað þess að áður hafði hver vikumæling áhrif á uppgjör alls mánaðarins. Til samræmis hækkar verð­skerðingar­hlutfall og er verðskerðing vegna 2. flokks 16%, vegna 3. flokks 36% og vegna 4. flokks 60%.
Efri flokkamörk fyrir 1. flokk vegna líftölu lækka úr 400 þús niður í 200 þús. Efri flokkamörk fyrir 2. flokk vegna líftölu lækka úr 600 þús niður í 400 þús.
Lyfjaleifar.
Ef í mjólk finnast lyfjaleifar þá verðfellist vikuinnleggið um 60% í stað þess að áður var mánaðarinnleggið verðfellt um 15%. Hins vegar ef um fleiri en eitt tilfelli er að ræða innan mánaðarins þá verð­skerðist mánaðarinnleggið um 15% fyrir hvert tilfelli.
Fríar fitusýrur.
Ný flokkun tekur nú gildi vegna frírra fitu­sýra (FFS). Reikn­að verður faldmeðaltal mánaðar. Efri mörk fyrir 1. flokk er 1,1 og efri mörk fyrir 2 flokk er 1,8. Verðskerðing vegna FFS tekur þó ekki gildi fyrr en 1. janúar 2011 og verður þá 5% vegna 2. flokks og 15% vegna 3 flokks.
 
A-mjólk
Þær breytingar verða að nú er reiknað beint meðaltal mánaðar vegna líftölu til að flokka í A-mjólk í stað þess að hver mæling gilti áður. Á móti eru mörk fyrir 1. flokk A færð niður í 25.000 fyrir meðaltalið í stað 40.000 hver einstök mæling. Umbun er nú 2% af afurðastöðvaverði í stað þess að vera föst 1 króna á lítra. Er þar með búið að tengja greiðslur vegna A-mjólkur við verðbreytingar afurðstöðvaverðs. Flokkun vegna frírra fitusýra munu ekki hafa áhrif á A-mjólkurflokkun á árinu 2010.
 
Gildandi gæðakröfur til hrámjólkur verður kynnt nánar á næstunni. Einnig er í gangi sérstakt átak hjá Framleiðendaþjónustu SAM vegna frírra fitusýra í mjólk bæði með fræðslu og ráðgjöf til mjólkurframleiðenda og er m.a. stefnt að því að mjólkureftirlits­menn verði í beinu sambandi við alla mjólkurframleiðendur vegna þess á næstunni. 
Hér er að finna reglurnar í heild sinni.

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242