25. febrúar 2008

92 tonn af mjólk frá Hrafnhettu

Kýrin Hrafnhetta 153 á bænum Hólmum í Austur Landeyjum fagnaði 16 ára afmæli sínu  20. febrúar sl. Hún er sú kýr sem er með mestu æviafurðir núlifandi kúa eða um 92 tonn af mjólk á þessum 16 árum.

Hrafnhetta er með elstu kúm landsins og ber aldurinn mjög vel. Hún hefur eignast þrettán kálfa, sjö kvígur og sex naut.  Þrjár af dætrum hennar eru úrvals mjólkurkýr í Hólmum, þær Karma, Hrafnkatla og Gráhetta. Nýjasta afkvæmi Hrafnhettu er kvíga sem fæddist 24. nóvember sl. og fékk nafnið Hrafnhetta í höfuðið á móður sinni. Einnig má geta þess að elsta kýrin á Suðurlandi í dag er Brá 225 á Ketilsstöðum í Mýrdal sem er fædd í apríl 1988.

Alls eru 32 kýr í fjósinu í Hólmum en ábúendur eru þar Silja Ágústdóttir frá Vestmannaeyjum og Axel Sveinbjörnsson frá Krossi í Austur Landeyjum.

Á meðfylgjandi mynd má sjá þau Silju og Axel með Hrafnhettu á 16 ára afmælisdegi hennar.

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242