7. desember 2009

80 ára afmæli mjólkurvinnslu á Selfossi

Laugardaginn 5. desember 2009 var þess minnst að 80 ár eru liðin frá því að fyrst var tekið á móti mjólk hjá mjólkurbúinu á Selfossi, sem þá hét Mjólkurbú Flóamanna. Af því tilefni var haldinn 300 manna afmælishátíð á Hótel Selfossi þar sem starfsfólki MS Selfossi, fyrrverandi starfsfólki, stjórnarmönnum fyrr og nú ásamt mökum, var boðið. Af þessu tilefni var gefin út bókin Mjólkurbú Flóamanna 1989 - 2005 þar sem fjallað er um starfsemi félagins síðustu árin ásamt því að farið er yfir þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað í íslenskum mjólkuriðnaði síðustu ár. Í bókinni er einnig innleggjendatal yfir alla þá er lagt hafa inn mjólk í Mjólkurbú Flóamanna. Höfundur bókarinnar er Jón M. Ívarsson, sagnfræðingur. Höfundur innleggjendtals er Páll Lýðsson sagnfræðingur og bóndi frá Litlu-Sandvík. Hægt er að nálgast eintak á skrifstofu Auðhumlu eða í anddyri MS Selfossi. Einnig er hægt að panta bók með því að senda tölvupóst á netfangið audhumla@audhumla.is

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242