Gæðamál mjólkurframleiðandans - Lengi býr að fyrstu gerð

Gæðamálin eru einn mikilvægasti þátturinn við mjólkurframleiðsluna. Mikilvægt er að mjólkin komist leiðar sinnar frá bás til búðar í sem bestum gæðum.

Margar hættur geta orðið á vegi mjólkurinnar. Mikilvægt er að allir þeir sem koma að því ferli sýni vandvirkni frá degi til dags. Mikilvægt er að kæling virki ávallt sem skyldi, sem og virkni þess búnaðar sem er í notkun hverju sinni.  “Mjólk er góð” er fullyrðing sem allir sem vinna við mjólkurframleiðslu og mjólkuriðnað þurfa að hafa að leiðarljósi.

Gæðaálag og verðfelling eru þættir sem ætlað er að stuðla að sem bestri  mjólk.

Reynslan hefur sýnt  að metnaður mjólkurframleiðenda, sem og þeirra sem vinna við mjólkurvinnsluna, er mjög mikilvægur þáttur í að framleiða góðar mjólkurvörur.

Gæðaeftirlit úttektarskjal 2023 - Gátlisti

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242