9. febrúar 2024

Söfnunarkostnaður mjólkur óbreyttur

Stjórn Auðhumlu svf. samþykkti á fundi sínum þann 8. febrúar 2024 að kostnaður sem bændur greiða fyrir mjólkursöfnun skuli vera óbreyttur enn um sinn, kr. 5,50 á hvern lítra.

Þetta verð hefur verið í gildi frá 1. febrúar 2023. Óbreyttu verði má m.a. þakka yngri bílaflota sem skilar sér í lægri viðgerðarkostnaði og betri eldsneytisnýtingu. Þessir tveir rekstrarliðir ná að vega upp á móti hækkun fjármagnskostnaðar sem þó hækkaði án fordæma milli ára. Þá hefur magn innveginnar mjólkur aukist þannig að rekstrarkostnaður söfnunarbílanna deilist á fleiri lítra.

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242