20. desember 2021

Söfnunarkostnaður fyrir árið 2022

Stjórn Auðhumlu samþykkti á fundi sínum þann 17. desember 2021 að  kostnaður sem bændur greiða fyrir mjólkursöfnun verði kr. 5,15 fyrir hvern líter árið 2022. Frá árinu 2018 nam þessi kostnaður kr. 5,10 að undanskyldu árinu 2021, en þá var gjaldið kr. 5,00. Að gjald fyrir mjólkursöfnun hækki ekki meira frá 2018, gefur til kynna að með mikilli útsjónarsemi og vinnu hefur náðst fram veruleg hagkvæmni í mjólkurflutningunum.

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242