18. apríl 2023

Leiðréttingar vegna líftölu í mars

Því miður hefur komið í ljós að þær tímabundnu breytingar sem gerðar voru á afurðakerfi Auðhumlu svf. í takt við fyrri yfirlýsingar hafa ekki virkað. Gömlu gildin um flokkun mjólkur á grundvelli líftölu héldu sér því við uppgjör í mars sem greitt var út þann 11. apríl sl. Auðhumla svf. mun því þurfa að fara í leiðréttingar á því og bakfæra verðfellingar á grundvelli líftölu á innlagðri mjólk í mars.

Að sama skapi þarf að lagfæra afreikninga þeirra sem sannarlega áttu að fá greitt fyrir úrvalsmjólk í marsmánuði á grundvelli 30.000 ein/ml. í stað 20.000 ein/ml. eins og áður. Alls fékk 121 framleiðandi greitt fyrir úrvalsmjólk í marsmánuði á grundvelli gömlu gildanna en nú bætast 53 framleiðendur við.

Greiðslur vegna þessara leiðréttinga verða greiddar út 10. maí 2023 samhliða greiðslum fyrir aprílinnleggið.

Athugið að eingöngu eru bakfærðar verðfellingar vegna líftölumælinga eða greitt fyrir úrvalsmjólk ef gildi vegna frumutölu og frírra fitusýra gefa tilefni til.

Auðhumla svf. biðst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið mjólkurframleiðendum.

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242