29. apríl 2008

Öllum mjólkurvörum á Austurland nú dreift frá Akureyri

MS Akureyri hefur hafið daglega dreifingu á öllum mjólkurvörum á Austurland í kjölfar þess að pökkun á mjólk hefur verið hætt á Egilsstöðum. Um er að ræða um 1,2 milljónir lítra af neyslumjólk á ári en auk þess er öllum öðrum mjólkurvörum dreift með daglegum ferðum frá Akureyri. Um er að ræða svæðið allt austur til Djúpavogs.
Í kjölfar þessara breytinga er vinnsla MS á Egilsstöðum nú sérhæfð í framleiðslu á rifnum osti en sú vara hefur verið í mikilli sókn á markaðnum á undanförnum árum.

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242