11.01.2017Breyttar flokkunarreglur tóku gildi 1. janúar 2017
Breyting um áramótin 2016/2017 á reglum um flokkun og verðfellingar mjólkur vegna líftölu, frumutölu, lyfjaleifa og frírra fitusýra.
Nýjar reglur nr 1210/2016 um flokkun og verðfellingar mjólkur vegna líftölu, frumutölu, lyfjaleifa og frírra fitusýra, samþykktar af Verðlagsnefnd búvöru, tóku gildi um áramótin þ.e. 1. janúar 2017. Þær tóku við af reglum nr. 52/2010.
Breytingin felst fyrst og fremst í auknum kröfum vegna líftölu. Engar breytingar urðu á kröfum vegna frumutölu, lyfjaleifa og frírra fitusýra. Hins vegar lækkuðu mælingarniðurstöður fyrir fríar fitusýrur um 0,2 frá og með áramótum vegna breyttrar viðmiðunaraðferðar. Flokkaviðmið fyrir fríar fitusýrur lækkuðu sem því nemur og hefur þessi breyting því ekki áhrif á verðfellingar.
Útreikningur á verðfellingum og verðfellingarhlutföll fyrir hvern flokk eru með sama hætti og áður.
Samanburður á breytingu á viðmiðum er eftirfarandi:
Engin breyting Engin breyting Frá áramótum lækkuðu mælinganiðurstöður fyrir fríar fitusýrur um 0,2 vegna breytinga á viðmiðun í mælingartækni. Til sæmræmis breyttust flokkaviðmið. 1,101 til 1,800