1. apríl 2016

Sérstakt gjald á umframmjólk frá 1. júlí 2016

 Tilkynning til mjólkurframleiðenda

Stjórn Auðhumlu svf. samþykkti á fundi 1. apríl 2016 að leggja sérstakt gjald að fjárhæð 20 kr., án vsk., pr. ltr. frá og með 1. júlí nk. á alla mjólk umfram greiðslumark. Ástæður gjaldtökunnar má helst rekja til ófyrirsjáanlegrar og verulegrar aukningar framleiðslu. Mjólkurframleiðsla á fyrstu mánuðum ársins 2016 bendir til þess að framleiðslan sé enn að aukast, sem hækkar kostnað við tilfærslu hráefnis til að mæta takmörkunum á úrvinnslugetu.

Skuldbinding félagsins til að taka við allri mjólk frá framleiðendum hefur leitt til þess að tekið er við mjólk sem ekki er eftirspurn eftir á markaði. Af þessu leiðir aukinn kostnaður, m.a. birgða- og vinnslukostnaður, í starfsemi félagsins. Þá verður ekki hjá því litið að verðfall hefur orðið á alþjóðlegum mörkuðum fyrir mjólkurvörur.

Í samræmi við nýgerðan búvörusamning er fyrirséð að frá og með 1. janúar 2017 verði verðlagning á mjólk umfram greiðslumark með öðrum hætti en verið hefur á liðnu ári. Stjórn Auðhumlu svf. telur á þessu stigi rétt að gera framleiðendum viðvart um að verð á mjólk umfram greiðslumark mun eftir fyrrgreint tímamark ráðast af því verði sem fæst fyrir ráðstöfun þeirrar framleiðslu og mun því að óbreyttu taka umtalsverðum breytingum til lækkunar frá og með þeim tímapunkti.

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242