25. september 2019

Uppfærðar verklagsreglur um þvott á mjólkurtönkum

Uppfærðar verklagsreglur um þvott á mjólkurtönkum má finna undir flipanum verklagsreglur hér til hliðar.

Verklagsreglur: Þvottur á mjólkurtönkum eftir losun

Þvottur á mjólkurtönkum eftir losun er alltaf á ábyrgð framleiðanda. Borið hefur á kvörtunum undan því að mjólkurbílstjórar gleymi að setja tanka á þvott eftir losun en mjólkurbílstjórum ber ekki skylda til að setja tanka á þvott eftir losun.

Ef þeir setja tanka á þvott er það gert af hjálpsemi og góðmennsku, en ekki skyldu.

Framleiðendum ber skylda til að sjá til þess að tankur sé hreinn og að fylgjast með að tankurinn sé þveginn eftir losun.

Framleiðendur vita um það bil hvenær von er á mjólkurbílnum og er góð regla að huga að tanknum eftir losun og athuga hvort hann er að þvo eða hvort setja þarf tankinn á þvott.

Tankþvottur er alfarið á ábyrgð framleiðenda.

Þvottur á tönkum er háður mörgum atriðum sem bóndinn einn veit um og þekkir og aðstæður eru hvergi eins. Ef ekki eru þeim mun skýrari leiðbeiningar í mjólkurhúsi má bílstjóri ekki snerta stjórnbúnaðinn fyrir utan það sem þarf til að tæma tankinn.

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242