28. janúar 2022

Ný grundvallarmjólk og nýtt verð á efnaþætti

Efnainnihald grundvallarmjólkur miðast við vegið meðaltal innveginnar mjólkur síðustu þrjú ár hjá afurðastöðvum.  Að loknum útreikningum á meðaltali áranna 2019, 2020 og 2021 hækkar fituinnihald lítillega.

Efnainnihald viðmiðunarmjólkur frá 1. janúar 2022

Hjá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf hefur verið reiknað efnainnihald viðmiðunarmjólkur samkvæmt meðaltali efnainnihalds árin 2019, 2020 og 2021. Samkvæmt útreikningunum verður samsetning viðmiðunarmjólkur árið 2022 eftirfarandi:

       Efnaþáttur                           Samsetning viðmiðunarmjólkur

       Fita                                                     4,21 %            (var 4,19%)

       Prótein                                               3,39 %            (óbreytt)


Vægi efnaþátta í lágmarksverði mjólkur er óbreytt frá fyrra ári, 50% fyrir fituhluta og 50% fyrir próteinhluta. 

Lágmarksverð 1.1.2022 er 104,96 kr/lítra og eftir breytingar í samsetningu viðmiðunarmjólkur frá og með 1. janúar 2022 verður verð á hverja fitu- og próteineiningu eftirfarandi:

Efnaþáttur                  Verð á efnaþátt                 Verð á fitu- og próteineiningu

Fita                                  52,48 kr.                        12,4656 kr/ein       (var 12,5251 kr/ein)

Prótein                            52,48 kr.                        15,4808 kr/ein       (óbreytt)

Útreikningur á verði til framleiðenda pr. lítra mjólkur sem lögð er inn í janúar 2022, er því samkvæmt reiknireglu (1), og heildargreiðsla til framleiðanda fyrir innvegna mjólk í janúar samkvæmt reiknireglu (2).

 

(1)        (12,4656 x F%) + (15,4808 x P%)           = kr. á litra mjólk

(2)        (12,4656 x fitueiningar í mánuðinum)

            + (15,4808 x próteineiningar í mánuði) = samtals greitt fyrir mjólk i janúar 2022

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242