12. maí 2023

Fréttir af aðalfundi Auðhumlu svf. 2023

Aðalfundur Auðhumlu svf. 2023 var haldinn 28.apríl sl. í Reykjavík. 

Aðalfundinn sátu 41 fulltrúi úr þeim 14 deildum sem sem standa að Auðhumlu svf., auk stjórnarmanna, starfsmanna og gesta. Á aðalfundinum voru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins, s.s. flutt skýrsla stjórnar og endurskoðaðir reikningar síðastliðins árs lagðir fram til samþykktar. 

Rekstrartekjur samstæðunnar námu 38,8 milljörðum og hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) voru 2,3 milljarðar króna.  Heildareignir samstæðunnar voru tæpar 27,8 milljarðar króna í árslok 2022 og heildarskuldir rúmir 13,0 milljarðar króna. Eigið fé samstæðunnar í árslok 2022 nam rúmlega 14,7 milljörðum og eiginfjárhlutfall því um 53,1%. Hagnaður móðurfélagsins nam 396 milljónum króna.

Þá fór talsverður fundartími í yfirferð og kosningar á breytingartillögum á samþykktum Auðhumlu svf., sem sérstakur starfshópur sem stjórn Auðhumlu svf. hafði skipað, lagði fram. Samþykktir Auðhumlu svf. að loknum aðalfundi 2023 má sjá hér.

Aðalfundurinn samþykkti tillögu stjórnar um að aðildargjald Auðhumlu svf. yrði óbreytt, kr. 30.000

Aðalfundurinn samþykkti tillögu stjórnar um að tillag í stofnsjóð yrði 0,5% af afurðainnleggi sem og að utanfélagsmenn greiddu 0,5% af afurðainnleggi í varasjóð. Um er að ræða lækkun um 0,1% frá fyrra ári í báðum tilvikum.

Á aðalfundinum var stjórn og varastjórn Auðhumlu svf. endurkjörin en stjórn félagsins skipa:

Ágúst Guðjónsson, Læk   formaður
Þórunn Andrésdóttir, Bryðjuholti  varaformaður
Óttar Bragi Þráinsson, Miklaholti  ritari
Ásvaldur Æ Þormóðsson, Stóru-Tjörnum meðstjórnandi
Björgvin R. Gunnarsson, Núpi      meðstjórnandi
Elín M Stefánsdóttir, Fellshlíð  meðstjórnandi
Magðalena Jónsdóttir, Drangshlíðardal meðstjórnandi

Varamenn:

Sif Jónsdóttir, Laxamýri

Linda B Ævarsdóttir, Steinnýjarstöðum

Haraldur Magnússon, Belgsholti

Á aðalfundinum var Haraldur Einarsson, Urriðafossi, endurkjörinn skoðunarmaður félagsins til tveggja ára sem og varamaður hans, Geir Árdal, Dæli. Þá voru Benóní Torfi Eggertsson og Árni Þór Vilhelmsson endurkjörnir endurskoðendur félagsins f.h. Deloitte hf. 

Félagsmenn Auðhumlu svf. geta nálgast fundargerð aðalfundarins í Skjóðunni á Bændavef Auðhumlu svf.

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242