30. mars 2022

Auðhumla býður til fræðslufundar um fæðuöryggi

Mánudaginn 4. apríl n.k. býður samvinnufélagið Auðhumla upp á fræðsluerindi á Teams um fæðuöryggi í ljósi innrásarinnar í Úkraínu. Fyrirlesari er Christian Anton Smedshaug frá Noregi, sjá meðfylgjandi kynningu.  Titill erindisins er: „Food security in the world – in the light of the invasion of Ukraine“ sem má þýða lauslega sem „Fæðuöryggi í heiminum – í ljósi innrásarinnar í Úkraínu“.

Viðburðurinn verður í beinni útsendingu kl. 15:00-16:00, mánudaginn 4. apríl og fer eins og áður segir fram á Teams. Hægt er að tengjast viðburðinum með því að smella hér. Hægt er að fara inná facebooksíðu viðburðarins með því að smella hér.

Fræðsluerindið og umræður fara fram á ensku. Fundarmenn geta sent inn spurningar (en geta ekki tekið formlega til máls) bæði á íslensku og ensku.  Fundarstjóri mun túlka spurningar af íslensku á ensku.

 

Kynning

Chr. Anton Smedshaug hefur skrifað bókina „Kan landbruket fø verden?/Can Agriculture feed the World?“ í bæði norskri og enskri útgáfu. Hann gegnir nú hlutastarfi sem dósent við University of Life Science (Landbúnaðarháskólann á Ási) og er í leyfi frá starfi sínu sem forstöðumaður landbúnaðarráðgjafarfyrirtækisins AgriAnalyse. Sem stendur er hann aðstoðar ráðuneytisstjóri í norska loftslags- og umhverfisráðuneytinu.

Introduction in English:

Chr. Anton Smedshaug has written the book „Kan landbruket fø verden?/Can Agriculture feed the World?“ In both Norwegian and English editions. He currently holds a part time position as an associate professor at University of Life Sciences and is on leave as head of the agricultural consultancy  firm AgriAnalyse. Currently he is vice secretary in Minstry of climate and enviroment.

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242