Eigendur

Að Auðhumlu standa um 430 mjólkurframleiðendur og fjölskyldur þeirra. Eigendur Auðhumlu eiga aðild að 14 félagsdeildum vítt og breitt um landið og kýs hver deild fulltrúa úr sínum röðum í fulltrúaráð sem m.a. situr aðalfund Auðhumlu svf. þar sem stjórn félagsins er kosin. Í fulltrúaráði árið 2024 situr alls 41 fulltrúi þessara deilda.

Félagið skiptist í eftirtaldar deildir:

  • Austurlandsdeild
  • Austur-Skaftafellsdeild
  • Vestur-Skaftafellsdeild
  • Eyjafjalladeild
  • Landeyjadeild
  • Fljótshlíðar-, Hvols- og Rangárvalladeild
  • Holta-, Landmanna-, Ása- og Djúpárdeild
  • Uppsveitadeild
  • Flóa- og Ölfusdeild
  • Vesturlandsdeild
  • Breiðafjarðardeild
  • Vestur-Húnaþingsdeild
  • Austur-Húnaþingsdeild
  • Norðausturdeild

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242