2. febrúar 2010

Forstjóraskipti hjá Auðhumlu

Nú um mánaðamótin urðu forstjórarskipti hjá Auðhumlu, samvinnufélagi 700 mjólkurbænda, sem á stærstan hlut í Mjólkursamsölunni. Magnús Ólafsson, forstjóri lét þá af störfum eftir áratuga farsælan feril í íslenskum mjólkuriðnaði. Við starfinu tekur Einar Sigurðsson, sem eftir þessa breytingu verður forstjóri bæði Auðhumlu og Mjólkursamsölunnar. 

Magnús Ólafsson hóf störf hjá Mjólkurstöðinni í Reykjavík árið 1961 og hefur unnið nánast óslitið fyrir mjólkuriðnaðinn síðan. Hann er mjólkurfræðingur að mennt og hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum og tekið þátt í margvíslegum þróunarverkefnum sem tengjast uppbyggingu mjólkuriðnaðins hér á landi. Að loknu námi starfaði hann hjá Mjólkursamlagi KEA á Akureyri og síðan hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Þá lá leið hans til Mjólkurstöðvarinnar í Reykjavík þar sem hann var verkstjóri þar til hann varð framkvæmdastjóra Emmess ís árið 1980. Hann tók við starfi forstjóra Osta- og smjörsölunnar árið 2000 þar til starfsemin var sameinuð Mjólkursamsölunni í árslok 2006. Þá varð Magnús aðstoðarforstjóri og síðan forstjóri Mjólkursamsölunnar og forstjóri Auðhumlu.
 
Einar Sigurðsson tók við starfi forstjóra Mjólkursamsölunnar 1. maí á síðasta ári. Hann hafði verið forstjóri Árvakurs í tvö og hálft ár og framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Capacent þar á undan. Hann var um átta ára skeið framkvæmdastjóri stefnumótunar- og stjórnunarsviðs Flugleiða, en starfaði 17 ár hjá félaginu. Einar er með mastersgráðu í stjórnmálafélagsfræði frá London School of Economics og BA gráðu í fjölmiðlafræði. Hann starfaði að námi loknu sem fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, hljóðvarpi og sjónvarpi, og var fyrsti útvarpsstjóri Íslenska útvarpsfélagsins og leiddi þar uppbyggingu útvarpsstöðvarinnar Bylgjunnar.
 
Stjórn Auðhumlu þakkar Magnúsi óeigingjarnt og fórnfúst starf fyrir mjólkuriðnaðinn síðustu áratugina og bíður Einar velkominn til starfa.

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242