19. október 2009

Uppgjör nýliðins framleiðsluárs

Umframmjólk á nýliðnu framleiðsluári reyndist vera um 10,2 milljónir lítra á félagssvæði Auðhumlu og hefur sjaldan eða aldrei verðið jafnmikil. Við uppgjör framleiðsluársins komu 3.227.744 lítrar til útjöfnunar á svæði Auðhumlu, þar sem þeir voru ónotaðir af viðkomandi greiðslumarkshöfum.
Uppgjör vegna aukaúthlutunar fór fram í lok september og kom til greiðslu með septemberuppgjöri sem greitt var 12. október. Uppgörið fór þannig fram að bakfært var jafnmikið magn lítra sem greiddir hafa verið á umframmjólkurverði og úthlutað var til hvers og eins framleiðanda. Þá var gerður nýr afreikningur fyrir úthlutuðu magni á afurðastöðvarverði. Mismunur bókaðist á viðskiptareikning og greiddist út með uppgjöri septembermánaðar eins og áður sagði.

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242