8. apríl 2009

Stuðningur sunnlenskra kúabænda við Mæðrastyrksnefnd

Þórir Jónsson, formaður félags kúabænda á Suðurlandi heimsótti Mæðrastyrksnefnd þann 31.mars s.l. ásamt Elínu í Egilsstaðarkoti, sem situr í stjórn félagsins. Þetta var fyrsti afhendingardagur á mjólkurvörum frá Sunnlenskum kúabændum frá því að söfnunin hófst og verður  mánaðarlega til áramóta.  Var ákveðið að heimsækja Mæðrastyrksnefnd af þessu tilefni og fara yfir það með hvaða hætti þetta verkefni gengi fyrir sig þennan tíma sem því er ætlað að vara. Móttökur forstöðukvenna Mæðrastyrksnefndar voru hlýlegar og lýstu þær þakklæti sínu fyrir hönd félagsins.

Á vegum Mæðrastyrksnefndar er unnið mikið starf og óeigingjarnt. Það er aðdáunarvert hvernig það gengur fyrir sig, eingöngu í sjálfboðavinnu.

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242