1. nóvember 2007

Fimm nýir mjaltaþjónar í Austur Landeyjum

Það er mikið um að vera í nautgriparæktinni í Austur-Landeyjum því þar hafa fimm kúabændur pantað sér nýja mjaltaþjóna eða eru að koma þeim upp hjá sér. Á svæðinu eru rúmlega 20 kúabú og mjaltaþjónar og nokkrum þeirra nú þegar. Þá er verið að byggja ný fjós í sveitinni á nokkrum bæjum eða ný búið að taka fjósin í notkun.

“Já, það er allt að gerast hjá okkur í nautgriparæktinni, mikil uppbygging hjá kúabændum og margir að tækjavæða sig eins og kostur er. Það er gaman að vera kúabóndi í dag og sérstaklega gott að vera með kýr í Landeyjunum”, sagði Silja Ágústsdóttir á Hólmum, sem er formaður nautgriparæktarfélagsins í sveitinni.

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242