22. febrúar 2008

MS veitir ábúendum í Stærri-Árskógi viðkenningu fyrir uppbyggingu eftir stórbruna


Uppbygging í Stærri-Árskógi - mjólk send til vinnslu 12. febrúar, innan við þremur mánuðum eftir stórbrunann
þann 17. nóvember síðastliðinn

Þann 12. febrúar sl. var mjólk sótt að Stærri-Árskógi í Dalvíkurbyggð, innan við þremur mánuðum eftir stórbruna þar sem öll útihús á bænum gjöreyðilögðust og um 200 nautgripir drápust. Við þetta tækifæri veitti MS ábúendunum, þeim Guðmundi Jónssyni og Freydísi Ingu Bóasdóttur, viðurkenningu fyrir stórhug og dugnað við uppbyggingu í kjölfar brunans en rösklega þriðjungur af áætlaðri aðstöðu hefur nú verið byggður upp.

Kýrnar ánægðar í nýja fjósinu


Tankbíllinn að taka við fyrstu
mjólkurdropunum


Ábúendur hafa unnið mikið afrek í uppbyggingunni

„Þetta er sannarlega stór dagur og ánægjulegur, fyrst og fremst fyrir ábúendur í Stærri-Árskógi og um leið fyrir íslenska mjólkurframleiðslu. Hér hafði verið byggt af krafti upp þegar bruninn varð þann 17. nóvember síðastliðinn og því var það stór ákvörðun að leggja í uppbyggingu að nýju. Það að standa hér í dag, innan við þremur mánuðum eftir brunann og taka við fyrstu mjólk til vinnslu sýnir mikið afrek af hálfu ábúendanna. Fyrir þennan kraft, dug og áræði veitum við þeim Guðmundi og Freydísi Ingu viðurkenningu í dag, bæði fyrir hönd MS og ég veit að ég tala um leið fyrir hönd annarra íslenskra mjólkurframleiðenda. Okkur hjá MS er mikilvægt að hafa að baki fyrirtækinu öfluga framleiðendur, líkt og hér í Stærri-Árskógi. Okkar ósk er sú að hér dafni blómleg mjólkurframleiðsla sem lengst í höndum áhugasamra og metnaðarfullra bænda,“ sagði Sigurður Rúnar Friðjónsson, samlagsstjóri MS Akureyri, sem afhenti fyrir hönd fyrirtækisins þeim Guðmundi og Freydísi Ingu listaverk í tilefni dagsins, postulínskú með árituðum silfurskildi.

   

F.v. Sigurður Rúnar Friðjónsson samlagsstjóri MS Akureyri, Guðmundur Steindórsson ráðunautur Búgarði, Kristján Gunnarsson mjólkureftirlitsmaður MS Akureyri, Eiður Steingrímsson mjólkurbílstjóri, Freydís Inga Bóasdóttir og Guðmundur Geir Jónsson ábúendur með dóttur sína Bríeti Unu

                                     

Hér afhendir Sigurður Rúnar, mjólkurbússtjóri MS Akureyri, ábúendum viðurkenninguna


Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242