21. apríl 2017

Fréttatilkynning vegna aðalfundar Auðhumlu

21. Apríl 2017
 

Efni: Aðalfundur Auðhumlu samvinnufélag kúabænda.

 

Aðalfundur Auðhumlu samvinnufélags kúabænda fór fram í fundarsal Mjólkursamsölunnar á Selfoss í dag 21. Apríl 2017.

Afkoma Auðhumlusamstæðunar* árið 2016 var 363,7 milljónir króna hagnaður eftir skatta en var 137 milljóna tap árið 2015. Þessi 501 milljóna króna viðsnúning má fyrst og fremst rekja til tekna af erlendri starfsemi tengdri skyrsölu og söluhagnaðar af eignasölu.

 

Heildarlaunagreiðslur hjá félaginu og dótturfyrirtækjum þess 3.183 milljónir króna á síðasta ár. Eigið fé samstæðunnar var í árslok 7.505 milljónir króna.

 

Kúabændum sem leggja inn mjólk til Auðhumlu fækkaði um 38 árið 2016 og er það hraðari fækkun en hefur verið um árabil en  innleggjendur í árslok voru 546. Margt bendir til að viðlíka fækkun verði á yfirstandandi ári og verði innleggjendur þá um 500 í lok þessa árs.

 

Á aðalfundinum var tilkynnt um samstarfsverkefni Auðhumlu svf. og Matís ohf. sem miðar að því að styðja og styrkja frumkvöðla til þess að þróa og koma nýjum hugmyndum byggðum á mjólk á framfæri. Styrkirnir eru að hámarki 3 milljónir en stuðningurinn felst í t.d sérfræðiráðgjöf t.d. aðstoð við að koma vöru á markað, uppsetningu vinnuferla, vöruþróun, umbúðahönnun, matvælaöryggi og mælingar en einnig kemur til greina að standa fyrir námskeiðum fyrir smáframleiðendur eða afla nýrrar þekkingar.

  
Stjórn félagsins skipa Egill Sigurðsson, formaður,
Jóhanns Torfason, varaformaður,
Þórunn Andrésdóttir, ritari
Elín M. Stefánsdóttir
Jóhanna Hreinsdóttir
Sæmundur Jón Jónsson
Ásvaldur Þormóðsson

Frekari upplýsingar gefur Garðar Eiríksson, framkvæmdastjóri Auðhumlu svf. í síma 892-9069

 

*Ársreikningurinn er samstæðureikningur Auðhumlu svf. og dótturfélaga. Þau eru Mjólkursamsalan ehf., sem er í 90,1% eigu félagsins, Bitruháls ehf. og Kostur ehf. sem eru í 100% eigu Auðhumlu. Þessi félög hafa öll starfsemi með höndum. Þá nær reikningurinn til Mjólkurbús Flóamanna ehf. og Norðurmjólkur ehf. sem eru ekki í rekstri en í 100% eigu Auðhumlu svf.

 
 
 
 

Til baka

Auðhumla

Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt. Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Það gerir félagið með aðkomu sinni og eign í Mjólkursamsölunni ehf. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Lesa meira

Gæðaráðgjafar

Hans Egilsson: Sími 861-4775

Sigurður Grétarsson: Sími 861-4772

Elin Nolsöe Grethardsdóttir: Sími 892-0397

Steinþór Guðjónsson: Sími 836 4770

RM rannsókn: Sími 450-1242